Eiður: Allt gott og fallegt sem Salah gerir

„Það er allt svo gott og fallegt sem Mohamed Salah gerir,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen sem var gestur hjá Herði Magnússyni í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi.

Salah skoraði eitt og lagði upp tvö í stórsigri Liverpool gegn West Ham United, 5:0, á sunnudaginn.

„Allt sem hann gerir verður að gulli,“ bætti Kjartan Henrý við um frammistöðu Salah sem hefur skorað 17 mörk og lagt upp 13 á tímabilinu.

Umræðu Kjartans, Eiðs og Harðar um Salah og Liverpool má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert