Í tveggja leikja bann fyrir óviðeigandi hegðun

Matheus Cunha ræðir við Gary O'Neil sem var rekinn sem …
Matheus Cunha ræðir við Gary O'Neil sem var rekinn sem knattspyrnustjóri Úlfanna eftir leikinn við Ipswich. AFP/Oli Scarff

Brasilíumaðurinn Matheus Cunha, skærasta stjarna enska knattspyrnuliðsins Wolves, hefur verið úrskurðaður í tveggja leik bann vegna hegðunar sinnar í leik gegn Ipswich 14. desember síðastliðinn. 

Ipswich skoraði drama­tískt sig­ur­mark í upp­bót­ar­tíma í 2:1-tapi Úlf­anna og missti Cunha stjórn á skapi sínu eft­ir leik.

Bras­il­íumaður­inn virt­ist gefa starfs­manni Ipswich oln­boga­skot í höfuðið auk þess sem hann tók gler­aug­un af starfs­mann­in­um.

Enska knattspyrnusambandið lagði fram kæru vegna óviðeigandi hegðunar Cunha og hefur hann nú verið settur í tveggja leikja bann. Þá fær hann einnig 80 þúsund punda sekt. 

Cunha missir af leik Wolves gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni næstu helgi. Þá missir hann einnig af bikarleik Wolves gegn Bristol City. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert