Liverpool hefur hafnað beiðni Real Madrid á að fá enska knattspyrnumanninn Trent Alexander-Arnold strax í janúar.
SkySports segir frá en samkvæmt miðlinum var Real Madrid reiðubúið að greiða háa upphæð fyrir bakvörðinn, sem á hálft ár eftir af samningi sínum í Liverpool-borg.
Þeirri beiðni var fljótlega hafnað vegna titilbaráttu Liverpool-liðsins.
Í frétt The Athletic búast sömu heimildamenn við því að Alexander-Arnold muni skrifa undir svokallaðan fyrir fram samning við Real Madrid í janúar.
Þá er búist við því að bakvörðurinn skrifi að minnsta kosti undir til næstu fjögurra ára í Madridarborg.