Peningar ekki vandamál hjá Arsenal

Mikel Arteta er knattspyrnustjóri karlaliðs Arsenal.
Mikel Arteta er knattspyrnustjóri karlaliðs Arsenal. AFP/Glyn Kirk

Peningar verða ekki vandamál ef enska knattspyrnufélagið Arsenal ætlar að styrkja sig í komandi janúarglugga. 

DailyMail segir frá en samkvæmt miðlinum mun Arsenal vera í leit að sóknarmanni eftir að stjarna liðsins Bukayo Saka meiddist fyrr í mánuðinum. 

Arsenal hefur verið orðað við marga sóknarmenn síðustu félagaskiptaglugga en efstur á lista félagsins er Nico Williams, kantmaður Atheltic Bilabo og Evrópumeistara Spánar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert