Rooney yfirgefur félagið á botninum

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP/Bastien Inzaurralde

Enski knattspyrnustjórinn og fyrrum leikmaður Wayne Rooney hefur yfirgefið Plymouth í ensku B-deildinni.

Félagið situr á botni ensku B-deildarinnar eftir 23 leiki en liðið hefur ekki unnið leik í síðustu níu leikjum.

Rooney tók við liðinu síðasta sumar en hann hafði áður stýrt Birmingham, DC United og Derby County.

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson leikur með Plymouth en Rooney sótti hann síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert