Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Manchester United, var allt annað en sáttur með frammistöðu United í tapi gegn Newcastle í gærkvöldi.
„Þetta er slæmt, mjög slæmt. Maður er alltaf spenntur fyrir leikjum á Old Trafford en ég vaknaði í morgun og hafði það á tilfinningunni að United myndi tapa.
Ég hélt að þeir myndu ekki vinna þar sem Newcastle er með betra lið, með betri leikmenn og þjálfara sem er með meiri reynslu í þessari deild,“ sagði Neville eftir leikinn
United situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 22 stig, sjö stigum fyrir ofan Ipswich í fallsæti.
„Þurfum við að fara á Anfield á sunnudaginn?“ sagði Neville en United mætir Liverpool á Anfield næsta sunnudag.
„Ég hef enga hugmynd um hvernig þeir nálgast leikinn á sunnudaginn. Þessi viðureign hefur reynst Manchester United mjög erfið undanfarin ár,“ bætti Neville við.