„Arsenal er líklegast besta liðið í föstum leikatriðum, ekki bara í ensku deildinni, heldur í heimi,“ sagði Thomas Frank knattspyrnustjóri Brentford fyrir leik liðsins gegn Arsenal í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
„Ég held að Nicolas Jover sé að standa sig mjög vel og sé líklegast besti þjálfarinn í föstum leikatriðum núna en við erum líka góðir í föstum leikatriðum og verðum tilbúnir,“ sagði Frank á blaðamannafundi fyrir leikinn.
„Við höfum bara fengið eitt mark á okkur úr hornspyrnu á tímabilinu, stutt hornspyrna gegn Bournemouth, svo við verjumst vel í föstum leikatriðum en berum mikla virðingu fyrir því sem Arsenal-liðið getur gert.“
Brentford mætir Arsenal á heimavelli klukkan 17:30 í dag.