Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah hefur fengið betra tilboð frá París SG í Frakklandi en frá félagi sínu á Englandi, Liverpool.
Salah hefur farið með himinskautum hjá Liverpool á þessu keppnistímabili og er bæði markahæstur og stoðsendingahæstur í ensku úrvalsdeildinni.
Samningur hans við félagið rennur út í sumar og frá og með gærdeginum var honum því heimilt að ræða við önnur félög.
Romain Collet Gaudin, íþróttafréttamaður hjá Eurosport, segir á X að Frakklandsmeistarar París SG hafi boðið Salah þriggja ára samning og 500 þúsund evrur í laun á viku.
Samkvæmt fréttum hafi Liverpool boðið honum tveggja ára samning og 400 þúsund evrur á viku.