Evrópumeistarar Real Madríd hafa mikinn áhuga á að fá bakvörðinn Trent Alexander-Arnold til félagsins frá Liverpool, hvar hann er uppalinn.
Samningur Alexanders-Arnolds við Liverpool rennur út í sumar og er félögum utan Englands því frjálst að bjóða honum samning sem tæki gildi í sumar.
Real vill hins vegar fá leikmanninn strax í janúar en Liverpool hefur lítinn áhuga á að selja varnarmanninn. Enska félagið hefur hafnað tilboði Real en samkvæmt The Times ætlar spænska félagið að bjóða aftur í Englendinginn.
„Það er erfitt fyrir mig að tala um þetta núna. Við verðum að sjá til. Við erum að einbeita okkur að leikjunum í janúar og það er nóg að gera,“ sagði Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Real á blaðamannafundi í dag.