Rashford hafnað þremur tilboðum

Marcus Rashford gæti verið á förum frá United.
Marcus Rashford gæti verið á förum frá United. AFP/Darren Staples

Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford hefur hafnað þremur tilboðum frá ónefndum félögum í Sádi-Arabíu.

The Telegraph greinir frá. Rashford hefur ekki verið í myndinni hjá Rúben Amorim, stjóra Manchester United, síðan sá portúgalski tók við.

Er honum frjálst að yfirgefa United fyrir rétt verð. Enski miðillinn greinir frá að félögin í Sádi-Arabíu hafi boðið honum gríðarlega launahækkun.

Rashford vill hins vegar spila í sterkari deild og komast aftur í enska landsliðshópinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka