Arsenal vill brasilíska knattspyrnumanninn Matheus Cunha frá Wolves í janúarglugganum.
DailyMail segir frá en samkvæmt miðlinum mun reynast Arsenal erfitt að fá leikmanninn strax í janúar vegna stöðu Wolves sem er í mikilli fallbaráttu.
Cunha hefur átt magnað tímabil með Wolves og skorað tíu mörk í 18 leikjum ásamt því að hafa lagt fjögur mörk upp.
Arsenal leitar að sóknarmanni eftir að stjarna liðsins Bukayo Saka meiddist í síðasta mánuði.