Southampton, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla, hefur samið við brasilíska varnarmanninn Welington. Kemur hann á frjálsri sölu frá Sao Paulo í heimalandinu.
Welington er 23 ára vinstri bakvörður sem hefur verið lykilmaður hjá Sao Paulo undanfarin ár. Alls lék hann 164 leiki fyrir brasilíska liðið í öllum keppnum og skoraði tvö mörk.
Brasilíumaðurinn er fjórði vinstri bakvörðurinn sem er á mála hjá Southampton en þar eru fyrir í stöðunni þeir Ryan Manning, Charlie Taylor og Juan Larios.