Spænski knattspyrnumaðurinn Pau Torres verður frá keppni næstu tvo mánuðina eftir að hafa meiðst í jafntefli Aston Villa gegn Brighton, 2:2, síðasta mánudagskvöld.
Þetta staðfesti Unai Emery stjóri Villa á blaðamannafundi í dag.
Pau Torres þurfti að fara af velli eftir aðeins tuttugu mínútna leik og mun nú missa af mikilvægum tímapunkti tímabilsins.
Hann gekk í raðir Villa-liðsins sumarið 2023 og var frábær er liðið komst í Meistaradeildina síðasta vor.