Mikil skakkaföll hjá Tottenham

Destiny Udogie verður frá í sex vikur.
Destiny Udogie verður frá í sex vikur. AFP/Ben Stansall

Ítalíumaðurinn Destiny Udogie er enn einn leikmaður enska knattspyrnufélagsins Tottenham sem er dottinn úr leik vegna meiðsla. 

Udogie verður frá keppni næstu sex vikurnar en þetta staðfesti stjóri liðsins Ange Postecoglou á blaðamannafundi í dag. 

Tottenham mætir Newcastle í hádeginu á morgun en liðið verður án Udogie, varnarmannanna Cristian Romero, Micky van de Ven, Ben Davies, markvarðarins Gugilelmo Vicario, miðjumannsins Rodrigo Bentancur og sóknarmannanna Richarlison og Wilson Odobert. 

Tottenham-liðið er í 11. sæti deildarinnar með 24 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert