Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, segir að viðræðum um nýjan samning miði illa og því vænti hann þess að um síðasta tímabil sitt hjá félaginu sé að ræða.
Í samtali við Sky Sports sagði Salah, hvers samningur rennur út í sumar, að efst á listanum yfir það sem hann vilji áorka á yfirstandandi tímabili sé að vinna ensku úrvalsdeildina með Liverpool.
Liverpool er sem stendur á toppi deildarinnar með sex stiga forskot á Arsenal auk þess að eiga leik til góða. Salah er þá sjálfur marka- og stoðsendingahæstur í deildinni.
„Þetta er síðasta árið mitt hjá félaginu og ég vil áorka einhverju sérstöku fyrir borgina. Það er það sem stendur hjarta mínu næst.
Enn sem komið er er það þannig, þetta eru síðustu sex mánuðirnir mínir. Við erum langt frá því að miða nokkuð áfram í viðræðum og því þurfum við bara að bíða og sjá,“ sagði Egyptinn við Sky Sports.
“It’s my last year in the club” 🗣️
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 3, 2025
Mo Salah gives an EXCLUSIVE update on his contract at Liverpool 👇 pic.twitter.com/AIapSxSBFC