Þýsku knattspyrnufélögin Dortmund og Bayer Leverkusen eru á eftir James McAtee, sóknartengilið Englandsmeistara Manchester City.
McAtee, sem er 22 ára gamall, hefur fengið fá tækifæri með uppeldisfélaginu á þessari leiktíð en hann var á láni hjá Sheffield United síðustu tvö tímabil.
SkySports í Þýskalandi segir félögin tvö fylgjast náið með leikmanninum en ólíklegt er að hann fari í janúar og væri það þá frekar næsta sumar.