Arsenal tapaði stigum í Brighton

Leandro Trossard og Riccardo Calafiori í baráttunni í dag.
Leandro Trossard og Riccardo Calafiori í baráttunni í dag. AFP/Glyn Kirk

Arsenal tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttunni þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Brighton á American Express Stadium, heimavelli Brighton, í 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Eftir leikinn er Arsenal í öðru sæti deildarinnar með 40 stig en Brighton er í 10. sæti deildarinnar með 28 stig.

Leikurinn fór afar rólega af stað og gerðist lítið markvert fyrr en á 16. mínútu leiksins þegar Ethan Nwaneri slapp í gegnum vörn Brighton eftir frábært uppspil Arsenal hægra megin á vellinum. Nwaneri keyrði inn í teiginn og skoraði fram hjá Bart Verbruggen í marki Brighton sem hefði mögulega átt að gera betur og verja skotið. Staðan 1:0 fyrir Arsenal.

Arsenal sótti mun meira í fyrri hálfleik en besta færi Brighton í fyrri hálfleik kom á 34. mínútu þegar Simon Adingra komst í dauðafæri en skot hans var skelfilegt og fór fram hjá marki Arsenal.

William Saliba átti síðan skalla rétt yfir mark Brighton á 40. mínútu eftir hornspyrnu frá Jorginho. Staðan í hálfleik var 1:0 fyrir Arsenal.

Brighton gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og Arsenal tók markaskorara fyrri hálfleiksins af velli fyrir Gabriel Martinelli.

Það gerðist lítið fyrstu mínútur seinni hálfleiks en á 59. mínútu fengu heimamenn í Brighton dæmda vítaspyrnu eftir að William Saliba skallaði Joaou Pedro í gagnaugað eftir baráttu um boltann.

Pedro fór sjálfur á vítapunktinn og skoraði af öryggi. Staðan 1:1 og farið að hitna í kolunum á American Express Stadium.

Eftir þetta fóru liðin að gera skiptingar og leikurinn róaðist tímabundið.

Á 77. mínútu fengu leikmenn Brighton úrvals tækifæri til að komast yfir þegar varnarmaðurinn Yankuba Minteh skaut boltanum rétt fram hjá marki Arsenal. Litlu munaði að Yasin Ayari næði að renna sér í boltann og koma honum yfir marklínuna en það tókst ekki.

Brighton fékk aukaspyrnu á 84. mínútu leiksins á hættulegum stað. Aukaspyrnuna tók Yasin Ayari en boltinn fór rétt fram hjá markinu.

Arsenal reyndi líka að skora eftir aukaspyrnu en Thomas Partey skallaði fyrirgjöf hátt yfir markið á 89. mínútu.

Leikmenn Arsenal gerðu týpíska lokaatlögu að marki Brighton þegar komið var inn í uppbótartíma leiksins. Besta tilraunin kom frá Leandro Trossard þegar skot hans fór hátt yfir markið þegar þrjár mínútur voru liðnar af uppbótartímanum.

Arsenal fékk aukaspyrnu á fínum stað á fimmtu mínútu uppbótartíma leiksins. Boltinn fór fyrir markið en Riccardo Calafiori skallaði boltann yfir markið. Háttsemin var réttilega dæmd.

Niðurstaðan á American Express Stadium var jafntefli, 1:1.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Brighton 1:1 Arsenal opna loka
90. mín. Leik lokið Niðurstaðan jafntefli 1:1.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert