Tottenham fær markmann frá Tékklandi

Antonin Kinsky í leik með Slavia Prague á tímabilinu.
Antonin Kinsky í leik með Slavia Prague á tímabilinu. AFP/Krilli Kudryavtsev

Markmaðurinn Antonin Kinsky hefur skrifað undir samning hjá Tottenham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Kinsky er 21 árs gamall og kemur til liðsins frá Slavia Prague í Tékklandi. Hann hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í 19 leikjum í deildinni á yfirstandandi tímabili og tólf sinnum haldið hreinu.

Aðalmarkmaður Tottenham, Guglielmo Vicario, ökklabrotnaði í nóvember og verður lengi frá. Varamarkmaður Tottenham er fyrrum landsliðsmarkmaðurinn Fraiser Forster sem missti af síðasta leik liðsins vegna veikinda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert