De Bruyne: Mér er alveg sama

Kevin De Bruyne ásamt Jack Grealish í gær.
Kevin De Bruyne ásamt Jack Grealish í gær. AFP/Oli Scarff

Kevin De Bruyne, miðjumaður hjá Englandsmeisturum Manchester City í knattspyrnu, er lítið að stressa sig á framtíð sinni hjá félaginu. 

Samningur De Bruyne rennur út í sumar en hann hefur verið í Manchester-borg í næstum tíu ár og unnið sex Englandsmeistaratitla ásamt Meistaradeild Evrópu. 

Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu De Bruyne en hann er með tilboð frá bæði Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum. 

Belginn var spurður út í samningstöðu sína í viðtali eftir 4:1-sigur City á West Ham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Mér er alveg sama um þessa umræðu. Ég er bara að reyna komast aftur í gang,“ svaraði De Bruyne einfaldlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert