Skoski knattspyrnumaðurinn Kieran Tierney hefur hafnað þremur enskum úrvalsdeildarfélögum en hann vill snúa aftur heim til Celtic.
Tierney, sem er uppalinn hjá Celtic, gekk í raðir Arsenal frá skoska félaginu sumarið 2019. Síðan þá hefur hann leikið 124 leiki fyrir Arsenal og verið í litlu hlutverki síðustu þrjú tímabil.
Þá var hann á láni hjá Real Sociedad í fyrra en á þessu tímabili hefur hann aðeins spilað einn leik fyrir Arsenal-liðið.
Samkvæmt DailyMail hefur Tierney hafnað West Ham, Leicester og Brentford, þar sem hann vill fara heim til Celtic.