Hákon að fá aukna samkeppni?

Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enska knattspyrnufélagið Brentford hefur kallað markvörðinn Ellery Balcombe til baka úr láni frá St. Mirren á Skotlandi. 

Balcombe var lánaður til St. Mirren út tímabilið en Brentford hefur ákveðið að kalla hann til baka. Hann lék 21 leik fyrir skoska félagið auk fjögurra Evrópuleikja, tveir þeirra voru gegn Val, og var hann aðalmarkvörður liðsins. 

Ekki liggur fyrir af hverju Brentford kallaði Balcombe til baka, en hann er þá einn af fjórum markvörðum Brentford en landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er varamarkmaður hjá liðinu og hefur einu sinni komið við sögu í úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hollenski landsliðsmaðurinn Mark Flekken er aðalmarkvörður liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert