Liverpool og Manchester United gerðu 2:2-jafntefli á Anfield í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Cody Gakpo og Mohamed Salah gerðu mörk Liverpool en Lisandro Martínez og Amad Diallo skoruðu fyrir gestina.
Harry Maguire klúðraði dauðafæri undir lok leiks sem hefði geta tryggt United sigurinn en skotið, mörkin og aðrar svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.