Fulham og Ipswich skildu jöfn, 2:2, í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Craven Cottage, heimavelli fyrrnefnda liðsins.
Fulham er í níunda sæti með 30 stig. Ipswich er í 18. sæti og aðeins í fallsæti á markatölu.
Sammie Szmodics kom Ipswich yfir á 38. mínútu með eina marki leiksins sem kom ekki úr víti. Var staðan í hálfleik 1:0, gestunum í vil.
Raúl Jiménez jafnaði fyrir Fulham úr vítaspyrnu á 69. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar kom Liam Delap Ipswich aftur yfir, úr víti.
Þriðja vítaspyrna leiksins var dæmd á lokamínútunni og hana fengu heimamenn. Jiménez steig aftur á punktinn og tryggði Fulham annað stigið.