Snýr aftur til Sheffield á láni

Ben Brereton Díaz fagnar marki í landsleik með Síle ásamt …
Ben Brereton Díaz fagnar marki í landsleik með Síle ásamt Arturo Vidal. AFP/Martin Bernetti

Ben Brereton Díaz er að fara á láni til Sheffield United frá enska úrvalsdeildarfélaginu Southampton en hann kom til félagsins í sumar.

Díaz er 25 ára framherji og hefur ekki enn skorað á tímabilinu fyrir Southampton í þeim 13 leikjum sem hann hefur spilað.

Hann skoraði sex mörk fyrir Sheffield á síðasta tímabili þegar liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni en hann var þar á láni frá Villareal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert