Salah jafnaði við Henry

Mohamed Salah fagnar marki sínu í gær.
Mohamed Salah fagnar marki sínu í gær. AFP/Darren Staples

Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, skoraði í gærkvöldi sitt 175. mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið gerði jafntefli við erkifjendurna í Manchester United, 2:2.

Þar með jafnaði hann við Thierry Henry, sem skoraði 175 mörk fyrir Arsenal í deildinni á sínum tíma. Eru þeir í sjöunda til áttunda sæti yfir markahæstu leikmenn úrvalsdeildarinnar frá upphafi.

Skammt undan er Frank Lampard með 177 mörk og nálgast Salah hann óðfluga. Alan Shearer hefur skorað flest mörk í sögu úrvalsdeildarinnar, 260 talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert