Brasilíski knattspyrnumaðurinn Evanilson, sóknarmaður Bournemouth, braut bein í fæti í 1:0-sigri á Everton í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi og hefur af þeim sökum gengist undir skurðaðgerð.
Í tilkynningu frá Bournemouth segir að aðgerðin hafi heppnast vel en ekki kemur fram hversu lengi hann má eiga von á því að vera keppni.
Evanilson, sem er 25 ára gamall, braut metatarsal-bein í fæti og má því eiga von á því að vera frá í að minnsta kosti nokkra mánuði.
Á yfirstandandi tímabili hefur hann skorað fimm mörk í 19 leikjum fyrir Bournemouth, sem er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.