Þrír knattspyrnustjórar mættu í atvinnuviðtal hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham í dag en félagið mun að öllum líkindum reka Spánverjann Julen Lopetegui í vikunni.
Sky greinir frá því að Englendingurinn Graham Potter, Portúgalinn Paulo Fonseca og Frakkinn Christoph Galtier hafi allir mætt í viðtal hjá félaginu í dag.
Potter stýrði síðast Chelsea frá 2022 til 2023, Fonseca var rekinn frá AC Mílan á dögunum og Galtier er stjóri Al-Duhail í Katar. Hann var áður stjóri PSG í Frakklandi.
West Ham hefur aðeins unnið tvo leiki af síðustu átta og er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir 20 leiki.