Fékk súrefni og borinn af velli

Úrúgvæinn var borinn af velli.
Úrúgvæinn var borinn af velli. AFP/Justin Tallis

Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Rodrigo Bentancur hjá Tottenham varð fyrir meiðslum strax á sjöundu mínútu í leik liðsins við Liverpool í enska deildabikarnum í kvöld.

Bentancur lá eftir að hann reyndi skalla að marki. Hlúðu fjölmargir að miðjumanninum í heilar átta mínútur áður en hann var borinn af velli með súrefni.

Er um fyrri leik liðanna í undanúrslitum að ræða. Sigurliðið í einvíginu mætir annaðhvort Newcastle eða Arsenal í úrslitum, þar sem Newcastle vann 2:0-útisigur í fyrri leiknum í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert