Enski knattspyrnumaðurinn Ashley Young, leikmaður Everton, viðurkennir að hann sé miður sín að hafa ekki fengið að spila keppnisleik gegn syni sínum Tyler þegar liðið vann Peterborough United 2:0 í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi.
Ashley kom inn á sem varamaður í leiknum en Tyler sat allan tímann á varamannabekk Peterborough.
Sonurinn er aðeins 18 ára gamall og á einungis einn leik að baki fyrir aðallið Peterborough, í bikarkeppni neðrideilda á Englandi.
„Ég er miður mín,“ skrifaði Ashley einfaldlega á X-aðgangi sínum í morgun.
GUTTED……
— Ashley Young (@youngy18) January 10, 2025