Villa vann úrvalsdeildarslaginn

Villa-menn fagna sigurmarkinu í kvöld.
Villa-menn fagna sigurmarkinu í kvöld. AFP/Ben Stansall

Aston Villa er komið í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir endurkomusigur á West Ham á heimavelli, 2:1, í kvöld.

Lucas Paquetá kom West Ham yfir strax á 9. mínútu en Graham Potter stýrði Lundúnaliðinu í fyrsta skipti í kvöld eftir að hann tók við því í vikunni.

Hann mátti þola tap í frumrauninni því Amadou Onana jafnaði á 71. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði Morgan Rogers sigurmarkið.

Í sömu keppni vann Wycombe úr C-deildinni heimasigur á Portsmouth úr B-deildinni, 2:0. Brandon Hanlan og Sonny Bradley gerðu mörk Wycombe.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert