Hinn sextán ára gamli Rio Ngumoha er í byrjunarliði Liverpool sem tekur á móti Accrinton Stanley í ensku bikarkeppninni í fótbolta á Anfield klukkan 12.15.
Ngumoha er fæddur árið 2008 en hann gekk í raðir Liverpool frá Chelsea síðasta sumar. Hann hefur nokkrum sinnum verið í kringum aðaliðið en þetta verður hans fyrsti landsleikiur.
Ngumoha hefur verið frábær með unglingaliði Liverpool í vetur og spilar fyrir yngri landslið Englands.