Enski knattspyrnumaðurinn Kyle Walker hefur beðið um að yfirgefa Manchester City.
„Fyrir tveimur dögum spurði Kyle um að skoða möguleika á að spila erlendis og enda ferilinn sinn þar,“ sagði Pep Guardiola eftir 8:0-sigur City gegn Salford í enska bikarnum en Walker var ekki í hóp.
Walker gekk til liðs við Manchester City frá Tottenham árið 2017. Á tíma sínum hjá félaginu hefur hann sex sinnum orðið enskur meistari og einnig unnið Meistaradeildina.