Sean Dyche var í fyrradag rekinn sem knattspyrnustjóri karlaliðs enska félagsins Everton.
David Moyes, sem stýrði liðinu í um árabil, er tekinn við á ný en Everton-liðið er aðeins stigi fyrir ofan fallsæti.
Arne Slot, stjóri karlaliðs Liverpool, var spurður út í brottrekstur Dyche á blaðamannafundi.
„Fyrst og fremst er það leiðinlegt þegar stjóri er rekinn. Ég var nokkuð hissa því hann var búinn að ná í nokkur góð úrslit.
David Moyes gerði vel hjá West Ham. Það er gott að sjá hann aftur. Hins vegar þykir mér alltaf leitt þegar að einhver sem gerði vel, er rekinn,“ sagði Slot.