Staðfesta endurkomu Moyes

David Moyes.
David Moyes. AFP/Ben Stansall

Enska knattspyrnufélagið Everton hefur staðfest endurkomu Skotans David Moyes sem stjóra karlaliðsins. 

Moyes tekur við af Sean Dyche sem var rekinn á dögunum. 

Skotinn skrifar undir tveggja ára samning í Bítlaborginni en hann stýrði áður liðinu í ellefu og hálft ár, þar til hann tók við Manchester United sumarið 2013. 

Síðan þá hef­ur hann stýrt Real Sociedad, Sund­erland og West Ham en Moyes hóf stjóra­fer­il­inn hjá Prest­on.

Everton-liðið er aðeins einyu stigi fyrir ofan fallsæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið fær Aston Villa í heimsókn næstkomandi miðvikudag. 

David Moyes sem stjóri Everton árið 2009.
David Moyes sem stjóri Everton árið 2009. AFP/Andrew Yates
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert