Benoný í fyrsta skipti í hóp

Benoný Breki Andrésson á æfingu með Stockport.
Benoný Breki Andrésson á æfingu með Stockport. Ljósmynd/Stockport

Benoný Breki Andrésson, markakóngur Bestu deildarinnar í fótbolta á síðustu leiktíð, er í leikmannahópi Stockport County sem mætir Crystal Palace á útivelli í enska bikarnum í fótbolta í dag klukkan 15.

Íslenski framherjinn byrjar á varamannabekk Stockport, sem leikur í C-deildinni. Palace leikur í úrvalsdeildinni.

Stockport keypti Benoný af KR í lok síðasta árs og gekk hann í raðir enska félagsins um áramótin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert