Harry Maguire, leikmaður Manchester United, var allt annað en sáttur þegar hann fékk dæmt á sig víti í leik United og Arsenal í enska bikarnum í dag.
Þjóðverjinn Kai Havertz fór niður í teig Manchester United við litla sem enga snertingu frá Maguire og dæmdi Andrew Madley, dómari leiksins, vítaspyrnu.
Maguire var ósáttur og fór upp að Havertz og kallaði hann „svindlandi skíthæl“ samkvæmt enska fjölmiðlinum The Mirror.
Heppilega fyrir Maguire varði Altay Bayindir vítaspyrnu Martins Ödegaard í stöðunni 1:1. Leikurinn endaði þannig eftir framlengingu og hafði Manchester United betur í vítakeppni, 5: 3.