Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur kallað enska kantmanninn Kaide Gordon til baka úr láni frá Norwich City, sem leikur í B-deildinni.
Gordon, sem er tvítugur, var ekki í stóru hlutverki hjá Norwich fyrri hluta tímabils þar sem hann lék tíu leiki, aðeins einn í byrjunarliði, og skoraði eitt mark.
Alls á Gordon sjö leiki að baki fyrir aðallið Liverpool og er yngsti markaskorari í ensku bikarkeppninni í sögu félagsins, en hann skoraði gegn Shrewsbury Town í janúar 2022 þegar Gordon var 17 ára og 96 daga gamall.
Hann þótti þá mikið efni en spilaði lítið sem ekkert í tvö ár á eftir vegna vaxtarverkja.