Engin stig verða dregin af þeim liðum sem leika í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vegna brota á fjármálareglum deildarinnar.
Það er breski miðillinn BBC sem greinir frá þessu en í fyrra voru stig dregin af bæði Everton og Nottingham Forest.
Nýliðar Leicester voru það félag sem var í mestri hættu, að því er fram kemur í frétt BBC, en Chelsea og Nottingham Forest höfðu einnig verið nefnd til sögunnar.
Þau lið sem voru í hvað mestri hættu að brjóta viðmið deildarinnar voru Leicester, Aston Villa, Newcastle og Everton samkvæmt BBC.