Hollendingurinn kominn til Villa

Donyell Malen fagnar marki í leik með Borussia Dortmund.
Donyell Malen fagnar marki í leik með Borussia Dortmund. AFP/Ina Fassbender

Enska knattspyrnufélagið Aston Villa hefur fest kaup á hollenska sóknarmanninum Donyell Malen frá þýska félaginu Borussia Dortmund. Kaupverðið er 21,5 milljón punda, 3,7 milljarðar íslenskra króna.

Malen er 25 ára gamall en Villa tilkynnti ekki til hve margra ára samningur hans við félagið er.

Sóknarmaðurinnn skoraði 13 mörk fyrir Dortmund í þýsku 1. deildinni á síðasta tímabili og var í stóru hlutverki þegar liðið hafnaði í öðru sæti í Meistaradeild Evrópu.

Malen getur spilað allar stöður framarlega á vellinum og á 41 landsleik að baki fyrir Holland, þar sem hann hefur skorað níu mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert