Manchester City að kaupa varnarmann

Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City eru í …
Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City eru í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. AFP/Darren Staples

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Vitor Reis er að ganga til liðs við Englandsmeistara Manchester City.

Það er ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu en Reis, sem er 19 ára gamall, kemur til félagsins frá Palmeiras í heimalandinu.

Enska félagið þarf að borga í kringum 40 milljónir punda fyrir miðvörðinn sem getur einnig spilað sem bakvörður. 

Englandsmeistararnir hafa verið í vandræðum varnarlega á tímabilinu og nú stefnir allt í að Kyle Walker sé á förum frá félaginu.

Manchester City er með 34 stig í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 20 umferðir, 12 stigum minna en topplið Liverpool sem á leik til góða á City.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert