Jamie Carragher, sparkspekingur hjá Sky Sports, og fyrrverandi varnarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, vill að félagið kaupi varnarmann áður en janúarglugganum verður lokað.
Liverpool gerði jafntefli við Nottingham Forest, 1:1, í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í Nottingjam í gær Liverpool er með sex stiga forskot á toppi úrvalsdeildarinnar á leik til góða.
Carragher setti inn færslu á samfélagsmiðilinn X í leikslok þar sem hann hvatti sitt fyrrverandi félag til þess að opna veskið.
„Liverpool átti að vinna þennan leik í kvöld,“ skrifaði Carragher á X.
„Þeir skapa sér alltaf færi, meira að segja í þeim leikjum þar sem þeim mistekst að vinna. Þeir eru hins vegar langt frá því að vera jafn öflugir varnarlega og þeir voru í upphafi tímabilsins.
Þeir eru alltaf líklegir til þess að fá á sig mark. Það verður að kaupa varnarmann,“ bætti Carragher við.