Manchester líklegasti áfangastaðurinn

Jonathan David er eftirsóttur.
Jonathan David er eftirsóttur. AFP/Christophe Simon

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United íhuga það alvarlega að bjóða kanadíska sóknarmanninn Jonathan David samning hjá félaginu.

Það er vefmiðillinn Caught Offside sem greinir frá þessu en David, sem er 25 ára gamall, er samningsbundinn Lille í frönsku 1. deildinni.

Samningur hans í Frakklandi rennur út í sumar og mun hann að öllum líkindum yfirgefa franska félagið þegar samningurinn rennur út.

Hann hefur einnig verið orðaður við félög á Ítalíu en er sjálfur sagður spenntastur fyrir því að reyna fyrir sér á Old Trafford. Framherjinn hefur skorað 11 mörk í 17 leikjum í frönsku 1. deildinni á tímabilinu.

Alls á hann að baki 212 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 101 mark. Þá á hann að baki 59 landsleiki fyrir Kanada og 31 mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert