Bournemouth skoraði fjögur í Newcastle

Justin Kluivert, til vinstri, skoraði þrennu í dag.
Justin Kluivert, til vinstri, skoraði þrennu í dag. AFP/Oli Scarff

Justin Kluivert skoraði þrennu þegar Bournemouth sigraði Newcastle á útivelli, 4:1, í 22. umferð í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.

Newcastle er með 38 stig í fjórða sæti, þremur stigum á eftir Nottingham Forest, og Bournemouth er í sjötta sæti með 37 stig.

 Kluivert kom Bournemouth yfir eftir aðeins sex mínútur eftir flotta fyrirgjöf frá Antoine Semenyo.

Bruno Guimaraes jafnaði metin fyrir Newcastle á 25. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu sem Lewis Hall tók.
Kluivert kom Bournemouth aftur yfir þegar hann skoraði annað mark sitt undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 2:1 í hálfleik.

Kluivert fullkomnaði þrennuna á annarri mínútu uppbótartímans með glæsilegu skoti nokkrum metrum fyrir utan vítateig.

Milos Kerkez skoraði fjórða mark Bournemouth á sjöttu mínútu uppbótartímans rétt eftir að skot Antony Gordons, sóknarmanns Newcastle, var varið á línu og leikurinn endaði 4:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka