Portúgalski sóknarmaðurinn Diogo Jota er ekki í leikmannahópi Liverpool sem mætir Brentford í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Jota kom inn á í síðasta leik Liverpool og skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Nottingham Forest en meiddist í leiknum.
Hann hefur misst af sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu hingað til en Liverpool en skorað fimm mörk og lagt upp tvö í þeim 13 leikjum sem hann hefur spilað.