Núnez hetja Liverpool

Darwin Nunezskoraði bæði mörk Liverpool í dag.
Darwin Nunezskoraði bæði mörk Liverpool í dag. AFP/JUstin Tallis

Darwin Núnez skoraði bæði mörk Liverpool í uppbótartíma í 2:0-sigri liðsins gegn Brentford á útivelli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.

Liverpool er á toppi deildarinnar með 50 stig og Brentford er í 11. sæti með 28 stig.

Leikurinn byrjaði jafn og Brentford fékk fyrsta færi leiksins eftir aðeins fimm mínútur. Danski bakvörðurinn Mads Roerslev kom með hættulega sendingu fyrir en samlandi hans, Mikkel Damsgaard, rétt missti af boltanum.

Liverpool-menn náðu tökum á leiknum eftir rúmlega 20 mínútur og sóttu grimmt. Dominik Szoboszlai skaut í þverslána á 35. mínútu og Cody Gakpo fékk besta færi Liverpool fjórum mínútum síðar. Þeir sóttu hratt og Mohamed Salah kom boltanum á Gakpo sem var einn gegn Mark Flekken í þröngu færi, Flekken lokaði vel og Gakpo skaut framhjá.

Brentford-menn vörðust vel og köstuðu sér fyrir hvert skot á eftir öðru og hreinsuðu hverja fyrirgjöf á eftir annarri í seinni hálfleik. Brentford tók góðan kafla sóknarlega í kringum 70. mínútu en Alisson varði þrjú skot á markið.

Trent Alexander-Arnold og Salah skutu báðir framhjá rétt fyrir utan vítateig með þriggja mínútna millibili en ekkert virtist ganga upp og stefndi allt á markalaust jafntefli.

Darwin Núnez tók málin í sínar hendur þegar 90 mínútur voru búnar á leiknum og bjargaði deginum fyrir Liverpool.

Alexander-Arnold fékk boltann frá Harvey Elliott og sendi fyrir á Núnez sem var í miðjum teignum og setti boltann í fyrstu snertingu í markið. Hann fagnaði með því að fara úr treyjunni sem leikmenn fá vanalega gult spjald fyrir en hann slapp og var því ekki rekinn af velli þegar hann fékk gult spjald stuttu síðar.

Á þriðju mínútu uppbótartímans fékk Núnez boltann inn í teig frá Elliott, lék á varnarmann og þrumaði honum í markið og leikurinn endaði 2:0. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Valur 31:26 Málaga opna
60. mín. Elísa Elíasdóttir (Valur) skoraði mark
Arsenal 2:2 Aston Villa opna
90. mín. Raheem Sterling (Arsenal) fær gult spjald +4 Stöðvaði skyndisókn.
Ísland 40:19 Kúba opna
60. mín. Osmani Miniet (Kúba) skoraði mark

Leiklýsing

Brentford 0:2 Liverpool opna loka
90. mín. Fjórum mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka