City valtaði yfir botnliðið

Phil Foden að fagna þriðja marki City í kvöld.
Phil Foden að fagna þriðja marki City í kvöld. AFP/Ben Stansall

Manchester City fór illa með botnlið Ipswich á útivelli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu en leikurinn endaði 6:0 fyrir Englandsmeisturunum.

City fór upp í fjórða sæti með sigrinum með 38 stig, sex stigum á eftir Nottingham Forest og Arsenal í öðru og þriðja sæti. Ipswich er í neðsta sæti með sex stig.

Phil Foden skoraði fyrsta mark City í leiknum á 27. mínútu þegar Kevin de Bruyne vippaði boltanum inn í teig og Foden setti boltann undir Christian Walton í markinu af stuttu færi.

Foden lagði svo upp annað mark City sem Mateo Kovacic skoraði þremur mínútum síðar með skoti frá d-boganum. Foden skoraði annað mark sitt undir lok fyrri hálfleiks sem De Bruyne lagði upp og staðan var 3:0 í hálfleik.

Jérémy Doku kom City í 4:0 á 49. mínútu og aftur var De Bruyne með stoðsendinguna. 

Erling Haaland skoraði fimmta mark City á 57. mínútu eftir stoðsendingu frá Doku og James McAtee skoraði síðasta mark City með skalla á 69. mínútu eftir stoðsendingu frá Mateo Kovacic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert