Markaregn á Englandi

Iliman Ndiaye að fagna öðru marki Everton í dag.
Iliman Ndiaye að fagna öðru marki Everton í dag. AFP/Paul Ellis

Everton sigraði Tottenham 3:2 í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag og Notttingham Forest sigraði Southampton 3:2 á sama tíma.

Tottenham er í 15. sæti með 24 stig, átta stigum frá fallsæti, og Everton er í 16. sæti með 20 stig.

Everton var 3:0 yfir í hálfleik en Dominic Calvert-Lewin og Iliman Ddiaye komu Everton í 2:0 þegar aðeins hálftími var liðinn af leiknum og Idrissa Gana Gueye lagði bæði mörkin upp. Archie Gray varnarmaður Tottenham varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á sjöttu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Dejan Kulusevski minnkaði muninn í 3:1 á 77. mínútu og brasilíski Richarlison potaði boltanum í markið á annarri mínútu uppbótartímans og leikurinn endaði 3:2.

Callum Hudson-Odoi skoraði annað mark Forest í dag en fór …
Callum Hudson-Odoi skoraði annað mark Forest í dag en fór meiddur af velli stuttu síðar. AFP/Paul Ellis

Nottingham Forest er með 44 stig í þriðja sæti, jafnmörg stig og Arsenal er með í öðru sæti, eftir sigurinn í dag. Southampton er með sex stig á botni deildarinnar.

Elliot Anderson skoraði fyrsta mark Forest í sigrinum og það gerði hann þegar aðeins ellefu mínútur voru liðnar af leiknum með skoti fyrir utan vítateig. Callum Hudson-Odoi skoraði annað mark liðsins, sem var einnig skot fyrir utan vítateig, á 28. mínútu en tíu mínútum síðar fór hann meiddur af velli.

Chris Wood skoraði þriðja mark Forest á 41. mínútu og staðan var 3:0 í hálfleik.

Jan Bednarek skoraði fyrra mark Southampton þegar klukkustund var liðin af leiknum en skot frá Lesley Ugochukwu fór í hann og í markið.

Paul Onuachu skoraði annað mark Southampton á fyrstu mínútu uppbótartímans með skallamarki og leikurinn endaði 3:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert