Manchester City gekk í dag frá kaupum á Abdukodir Khusanov, varnarmanni frá Úsbekistan, frá franska félaginu Lens.
City greiðir 33,6 milljónir punda fyrir Khusanov sem er aðeins tvítugur og þykir mikið efni. Hann leikur stöðu miðvarðar og hefur leikið 18 landsleiki fyrir Asíuþjóðina. Hann kom til Lens sumarið 2023 og hefur spilað 24 leiki fyrir félagið í efstu deild Frakklands.