United vill liðsfélaga Þóris

Patrick Dorgu í baráttu við Kenan Yildiz hjá Juventus.
Patrick Dorgu í baráttu við Kenan Yildiz hjá Juventus. AFP/Carlo Hermann

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur hafið viðræður við ítalska félagið Lecce um kaup á danska bakverðinum Patrick Dorgu.

Dorgu, sem er tvítugur, hefur verið í stóru hlutverki hjá Lecce, sem Þórir Jóhann Helgason leikur með, undanfarin tvö tímabil.

The Athletic skýrir frá því að félögin tvö hafi ekki komist að samkomulagi en að viðræðum miði vel.

Dorgu er örvfættur og spilar oftast sem vinstri bakvörður eða vængbakvörður en spilar einnig gjarnan í stöðu hægri kantmanns.

Knattspyrnustjórinn Rúben Amorim leitar að leikmönnum sem henta betur í 3-4-3 leikkerfið og þykir Daninn ungi passa vel í þá hugmyndafræði vegna fjölhæfni sinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert