Hákon fær nýjan liðsfélaga

Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Brentford og íslenska landsliðsins.
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Brentford og íslenska landsliðsins. AFP/Glyn Kirk

Enska knattspyrnufélagið Brentford hefur samið við ítalska varnarmanninn Michael Kayode um að leika með liðinu að láni frá Fiorentina út tímabilið.

Brentford, sem Hákon Rafn Valdimarsson leikur með, fær þess kost að kaupa Kayode af Fiorentina, sem Albert Guðmundsson leikur með, að lánssamningnum loknum.

Hann er tvítugur hægri bakvörður sem var í stóru hlutverki hjá Fiorentina á síðasta tímabili. Kayode lék þá 26 leiki í ítölsku A-deildinni og sex leiki í Sambandsdeild Evrópu þegar ítalska liðið hafnaði í öðru sæti.

Á yfirstandandi tímabili hefur hann ekki verið í jafn stóru hlutverki og lék tólf leiki í öllum keppnum fyrir Fiorentina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert